Mjög jöfn eftirspurn er eftir þessum rafhlöðum í t.d. myndavélar, viðvörunarkerfi ofl. en verðið hátt. Okkur hefur tekist að lækka verð og eigum nokkuð af þessum rafhlöðum í AA og AAA stærðum á lager.
Við vorum að fá nýja sendingu af hleðslurafhlöðum í hleðslupakka fyrir t.d. neyðarljós. Þrátt fyrir fallandi gengi getum við lækkað verð all verulega á nokkrum gerðum og þá aðallega D, C og SC pökkum. Verðlækkunin er frá 10 til 35%.
Við höfum fengið nýja sendingu af umskipti hleðslurafhlöðum í borvélar og önnur tæki sem gefur okkur möguleika á að lækka verð. Um tvær stærðir er að ræða SC3000 og 4/5 SC2100.
Ný sending af First Power og ZLPower blýsýrurafhlöðum er komin á lager. Nokkrar gerðir sem við höfum beðið eftir nokkuð lengi. Beinn innflutingur frá Kína lækkar verð.
Nýjar sendingar af Pairdeer og Panasonic hleðslurafhlöðum. Nokkrar stærðir hafa klárast hjá okkur á lager en nú erum við með velflestar gerðir og stærðir á lager.
Önnur sendingin af Panasonic ljósunum sem við köllum ljósmen er komin. Díóðuljós sem draga 9 m. og með litíum rafhlöðum. Til í fjórum litum. Skemmtileg ljós til gjafa.
Við höfum aukið allverulega úrvalið af hleðslurafhlöðupökkum í borvélar, ryksugur og beygjuvélar. Við erum með í gerðir eins og Dewalt, Makita, Bosh, Hitachi, Milwaukee, AEG, Atlas Copco, Metabo og Max Rebar.