Rafhlöðupakkar

 Rafhlöðusmiðja Rafborgar


Við bjóðum þá þjónustu að smíða eða endurnýja rafhlöður í hin ýmsu tæki og tól. Hér er á ferðinni allt frá sérhönnun og sérsmíði rafhlöðupakka til hinna margvíslegu nota fyrir hinn almenna notanda.

PunktsuðuvélVið erum með sérstaka vél fyrir verkefnin, en við byrjuðum á þessari þjónustu í nóvember 2009. Vélin og sú aðstaða, sem við höfum býður uppá styttri afgreiðslutíma og oft betra verð. Við getum útbúið ýmsar gerðir rafhlöðupakka af hefðbundnum gerðum, eins og pakka með rafhlöðunum hlið við hlið eða SBS eins og það er kallað og eins hvert ofan á öðru eða STICK. Ýmsar útfærslur má sjá hér neðar á síðunni.

Margir rafhlöðupakkar hafa að geyma ýmis viðnám bæði hvað varðar ofhleðslu, yfirhitun ofl. ofl. Í flestum tilfellum er erfitt að eiga við slíka pakka og oftast verðum við að nota þennan búnað í nýja pakka, á ábyrgð viðskiptavinar, þar sem við liggjum ekki með fjölbreytt úrval af slíkum viðnámum og eins höfum við ekki þekkinguna.

Stundum eru pakkar lokaðir eða límdir saman og ekki til þess ætlast að þeir séu opnaðir. Stundum er það mögulegt og stundum ekki. Flesta pakka sem eru skrúfaðir saman eða smelltir er mögulegt að opna og oft mögulegt að skipta um rafhlöður en þó ekki alltaf.

Við notum eyrnaefni af ýmsum gerðum eftir því hvað við á en hér skiptir máli breidd, þykkt og efni, sem flytur orkuna. Rafhlöðurnar eru festar saman og að lokum settar í hitaplast, sem heldur pakkanum vel saman. Við merkjum svo pakkann okkur, hvaða gerðir af rafhlöðum voru notaðar og einnig með dagsetningu.

Rafhlöðupakki

Rafhlöðurnar eru af ýmsum tegundum, en helstar má nefna Panasonic, Pkcell, GP ofl. Gerðirnar eru Alkaline, Ni-Cd, Ni-Mh, litíum og Li-Ion. Við getum átt við einfalda pakka af litíum rafhlöðum þ.e. venjulegum og Li-Ion hleðslurafhlöðum. Mjög sjaldan getum við átt við litíum, li-Ion  eða  blýsýrur ef í pakka eru viðnám, yfirhleðsluviðnám, hitaviðnám eða annar stýribúnaður.

 

Við pakkagerð ræður verð oft miklu og mAh fjöldi. Stundum er ekki ávinningur að fá orkumeiri rafhlöður í nýjan pakka, en hér ræður hleðslutækið, sem hlaða á pakkann í.


Stundum er ekki þörf á að smíða rafhlöðupakka, heldur má leysa þá málið með plasthulstri fyrir rafhlöðurnar og lóða svo víra og tengi, en þetta á við ef pláss er nægjanlegt. Við erum með mikið úrval af slíkum plasthulstrum á góðu verði.Við getum boðið líka þessa þjónustu frá tveimur aðilum annars vegar Multicell og svo Ac-Tec. Þá verðum við að senda frá okkur pakkana og felur það auðvita í sér sendingarkostnað fram og til baka.

Hér á eftir getið þið skoðað möguleikana hjá hvorum fyrir sig. Á síðunni hjá Ac-Tec eru sýndar ýmsar stærðir af rafhlöðupökkum og ferlið útskýrt á mjög greinagóðan hátt.


MULTICELL og AC-TEC

Multicell Margar gerðir rafhlaðna eru notaðar og nefna má Panasonic, Yuasa og svo hina ýmsu OEM framleiðendur. M.a. eru notaðar Ni-Cd, Ni-Mh, lithium eða blýsýrurafhlöður.

Sérstakar samsetningar á rafhlöðum þar sem þær eru lóðaðar saman og svo plastaðar í hin margvísulegu form og fjölda. Hver ofan á annari eða hlið við hlið eða tvær hlið við hlið saman eða tvær þrjár fjórar hvor ofan á annarri. Allir möguleikar. Allt eftir þörfum hvers og eins.

Við eigum samskipti við nútíma verksmiðju vel staðsetta sem tryggir auðvelda og skjóta afgreiðslu. Þar eru hönnuðir sem taka að sér að útfæra endanlegar lausnir fyrir viðskiptavini og þar er mjög góð framleiðsluaðstaða með tækjum af nýjustu gerð til að gera það sem þarf.

Við ábyrgjumst frá þessum aðila hágæða vöru, góða þjónustu og endingu.

Rafhlöðurnar er hægt að fá merktar með miðum, prentað á hólka, heitstimplað til að auðvelda aðgreiningu ef um eitthvert magn er að ræða. Ef svo er gert á tölvukerfi þeirra í engum erfiðleikum við að þekkja rafhlöður aftur.

Frá þessum aðila ásamt öðrum getum við boðið hefðbundnar Ni-Cd eða Ni-Mh en á heimasíðu þeirra er listi sem inniheldur lista yfir allar vinsælustu rafhlöðurnar tæknilega séð og auðveldar samanburð á lýsingum rafhlaðna.

Multicell
Listi er yfir venjulegar rafhlöður (þurrar rafhlöður). Þessi listi er eingöngu kynning á þeim mörgu gerðum og stærðum af venjulegum rafhlöðum sem við getum útvegað ásamt þvi sem við eigum á lager. Blýsýrurafhlöður (geymar) vararafhlöður, hringlaga og ferkantaðar eru einnig á þessari síðu.

Framleiðsla sérútbúinna rafhlöðupakka hefur ætíð verið aðalhlutverkið. Rafhlöður þeirra rata í hin ótrúlegustu tæki. Þessir rafhlöðupakkar eru hannaðir og samsettir samkvæmt þörfum viðskipavinarins.

Aðstæður bjóða upp á að hægt er að beita alls konar tækniaðferðum, þ.a.m. handlóða, púnktsjóða o.s.frv. Boðnir eru einnig áprentaðir hólkar þar sem viðskiptavinur getur auglýst sitt fyrirtæki á rafhlöðunum. Sérhæft starfsfólkið byrjar vinnu við pöntun strax og hún berst og fylgir henni eftir frá móttöku til afhendingar.

Að ráða yfir og stjórna raforku er frumskilyrði í nútíma rafeindatækni. Við getum boðið bæði rafhlöður af lager og sérhannaðar rafhlöður svo hægt sé að fá sem áhrifaríkustu notkun úr rafhlöðunum. Mælar sýna nákvæmlega orku rafhlöðunnar og geta einnig rakið feril rafhlöðupakkans.

In Pack hleðslutæki eru fáanleg þar sem þess er þörf vegna lítils pláss eða vararafhlöður sem verða taka yfir þegar þörf er á. Hönnunarteymið er ávallt tilbúðið til ráðgjafar og hönnunar á "In Pack" fyrir rafeindatæki til að tryggja bestu afköst rafhlöðunnar.

Þar að auki er breið lína af sér hleðslurafrásum fáanleg. Þær geta framkvæmt sjálfkrafa rafhlöðuprófun og athugun, endurbyggt rafhlöðuna og hlaðið upp með hraði.

Rafhlöður notaðar sem neyðaraflgjafi eru oftast án eftirlits og vinna því ekki á örlagastundu þegar á þarf að halda. Nú er hægt að bjóða vararafhlöður með rafeindabúnaði sem oft er hægt að byggja inn í rafhlöðupakkann sjálfan fyrir hönnuði rafeindatækja. Slíkir valkostir eru:

 1. Innbyggt hleðslutæki sem hægt er að koma fyrir í tilbúnum rafeindatækjum.
 2. Sjálfkrafa skipting yfir á rafhlöðuorku þegar rafmagn fer af.
 3. Rafhlöðugreinir sem slekkur sjálfkrafa á rafhlöðunni ef orkan er of lítil.
Aðstaða er til að opna flest ferðatæki og tól taka út gömlu rafhlöðurnar og setja nýjar. Hægt er oftast að setja betri og orkuríkari rafhlöður sem endast lengur, sé þess óskað, fyrir hluta af þeim kostnaði sem yrði ef kaupa þyrfti nýjan rafhlöðupakka frá framleiðenda. Þetta á við þegar um vönduð verkfæri er um að ræða.

Við tökum á móti beiðnum og næst þegar rafhlaða tæmist hafðu samband við okkur, segðu okkur spennu tækisins, tegund og árgerð jafnvel upplýsingar sem eru á rafhlöðupakkanum og munum við þá kanna möguleika á endurnýjun. Þetta tekur yfirleitt ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og afgreiðsla getur verið frá nokkrum dögum til hálfs mánaðar allt eftir því hve mikil liggur við.

 

"" 

Rafhlöðupakkar nákvæmlega eftir ósk þinni.

Í nýtískulegri framleiðsludeild okkar getum við byggt og útbúið rafhlöðupakka algjörlega eftir óskum viðskiptavinarins. Í framleiðsludeild okkar starfa 9 manns í fullu starfi og 9 manns í hlutastarfi, sem framleiða gæðamikla rafhlöðupakka fyrir dönsk fyrirtæki.

Framleiðsludeildin er afkastamikil og hefur mikla aðlögun að verkefnum hverju sinni. Þannig má framleiða pakka að óskum hvers og eins, fyrir samkeppnisfært verð þrátt fyrir lítið magn. Við eigum líka viðskiptavini, sem við framleiðum mikið magn fyrir á samkeppnisfærum verðum.

Accupakkens opbygning

Uppbygging

Panasonic Ni-Cd og Ni-MH rafhlöður eru oftast notaðar í rafhlöðupakka. Í þessu samhengi skal hafa eftirfarandi í huga:

 • Fjölda rafhlaðna (Hversu mörg Volt skal pakkinn vera)
 • Hverskonar rafhlöður viljið þið nota ? (stærð og afköst mAh)
 • Rafhlöðutengingar (lóðeyru, pinnar, vírar, leiðandi lím ofl.)
 • Lögun rafhlöðupakkans (sjá að neðan)
 • Þarf að setja yfirhitavörn eða annan búnað í pakkann
 • Ef það þarf hvar á þá að setja slíkan búnað í pakkann
 • Á pakkinn að vera í plasthúsi, hitaplasti eða opinn
 • Tengingar á pakkanum (lóðeyru, vírar, prentplötutengi eða annað.)