Fyrirtækið



Rafborg s.f. var stofnað árið 1967 og er því 55 ára. Stofnendur voru Ólafur Ágúst Ólafsson og Ragnar Borg. Fyrirtækið var að Rauðarárstíg 1 Reykjavík í 35 ár og í nokkur ár í Sundaborg 3 en er nú til húsa að Sundaborg 7 104 Reykjavík.

Rafborg s.f. var fyrsta fyrirtækið þar sem fengist var eingöngu við innflutning og sölu á rafhlöðum. Á þeim árum var vörumerkið NATIONAL en er í dag PANASONIC en það nafn er nú notað yfir rafhlöður í Evrópu frá sama framleiðanda sem er Matsushita Electric Industrial. Annarsstaðar hafa rafhlöðurnar haldið nafninu NATIONAL.

Á þeim tíma var aðeins ein tegund af rafhlöðum til á Íslandi svo það var mikill fengur að fá aðra gerð af rafhlöðum sem voru orkuríkar og endingargóðar. Þessar rafhlöður nutu strax mikilla vinsælda hér á landi og er svo enn í dag.

Breytt eignarhald varð til þess að sf. varð að ehf. og þurfti þá að breyta um kennitölu. Reglur kveða svo á um að breyta skuli kennitölu. Annars væri fyrirtækið með sína upprunalegu kennitölu ennþá.

PANASONIC rafhlöður eru nú framleiddar í ýmsum löndum og má þar nefna Japan, Belgíu, Pólland, Bandaríkin og Kína.

Þessi ár hefur verið fengist við ýmislegt annað en sölu á rafhlöðum eins og sölu á NATIONAL gaseldunarhellum, olíuofnum og raftækjum.  Í dag eigum við enn kveiki í ýmsar gerðir ofna.

Innflutningur og sala hefur aukist á rafhlöðum og hefur sérhæfing fylgt í kjölfarið og eru nú boðnar rafhlöður af ýmsum gerðum fyrir hin ýmsu tæki og tól. Í dag sérsmíðum við rafhlöðupakka í margs konar búnað eins og neyðarljós, ýmis rafdrifin handverkfæri, lækningatæki, mælitæki ofl. ofl.

Pairdeer rafhlöður erum við með en þær eru taldar meðal  viðurkenndustu kínversku vörumerkjunum á alkaline rafhlöðu markaðnum og annar stærsti framleiðandi á alkaline rafhlöðum þar.

Vörumerkin í rafhlöðum eru m.a Panasonic, Pairdeer, PKCell, BigBat, Fiamm, First Power,  Saft, Tadiran, Energizer, everActive, Power Xtra, RayOVac, Enersys ofl.

Starfsmenn í verslun eru 4 og er verslunin opin milli kl. 8.15 og 17.00 en á föstudögum frá 8.00 til 16.00.

 

..........Panasonic, Pairdeer; PKCell, BigBat, First Power, everActive, Saft, Energizer, Power Xtra........
........ Almennar rafhlöður,  alkaline rafhlöður, hleðslurafhlöður, blýsýrurafhlöður, rafhlöðupakkar, lithíum (litíum) rafhlöður, hnapparafhlöður, hleðslutæki, handljós, leitarljós, vasaljós, ennis eða höfuðljós, pennaljós, útivistarljós, geymslubox, rafhlöðubox, rafhlöðumælar, spennubreytar (inverterar) ofl.........