Við vorum að fá inn nokkrar gerðir af verkfærarafhlöðum og hleðslutækjum. Fengum fjórar gerðir en það eru Dewalt 12V, Hitatchi 12V, Milwaukee 14,4V og Max Rebat. Fleiri gerðir eru í pöntun.
Við höfum verið með 4LR44 (476A 4LR44 A544 PX28A 544A) í nokkrum merkjum en eftirspurn hefur aukist all verulega undanfarið. Við vorum rétt í þessu að fá sendingu í ULTRA merkinu.
Við munum stefna á að eiga ávallt D og C Panasonic Carbon Zink rafhlöður á lager. Carbon Zink rafhlöður eru fyrir tæki og búnað sem þurfa ekki mikla orku. Þær eru tilvaldar fyrir klukkur, úrvörp, vasareikna og fjarstýringar.
Við vorum að fá inn á lager Varta LR43 Alkaline hnapparafhlaöðu (V12GA, LR43, AG12, D186, L1142) en við höfum ekki verið með þessa gerð í Varta merkinu. Eftirspurn hefur aukist í þessa gerð.
Hleðslubankar fyrir símana, tölvuúrið, Garmin og öll tækin sem taka hleðslu frá USB tengi. Tvær gerðir 5000 mAh og 20.800 mAh. Gott verð. Tilvalið í útivistina og útileguna.
Við höfum bætt við úrvalið af hnapparafhlöðum CR1225,CR1612,CR2012,CR2330 og CR2412. Sumar af þessum höfum við verið með áður en erunm nú að taka inn aftur vegna aukinnar eftirspurnar.