Fréttir

Gífurlegt úrval af hleðslurafhlöðum

Gífurlegt úrval af hleðslurafhlöðum getum við boðið frá GP Batteries. Við erum með nokkrar gerðir á lager en erum að fjölga þeim gerðum sem við verðum með og til að nefna nokkrar stærðir þá vekjum við athygli á að hægt er að fá t.d. GP P20 frá 1.600 mAh til 9.000mAh. GP P14 frá 1.600 mAh til 3.500 mAh. GP P6 frá 700 mAh til 2.500 mAh. GP P03 frá 300 mAh og upp í 950 mAh. GP P22 má fá 170 mAh. Þetta er mikið úrval og líklega einn fárra framleiðanda sem býður upp á rafhlöður með svona fjölbreyttum mAh. Frá sama framleiðanda erum við með nokkrar gerðir af hleðslutækjum GP Powerbank sem eru fyrir mismunandi gerðir rafhlaðna og mAh. Sjá GP bækling yfir hleðslutæki og hleðslurafhlöður  en á bls. 15 til 18 og svo aftur á bls. 24 koma fram upplýsingar um hleðslurafhlöður. Mjög greinagóðar samanburðar upplýsingar um hleðslutækin eru svo á bls. 19 til 23 . Hér er svo bæklingur þar sem sýndar eru helstu gerðir af GP hleðslutækjum fyrir P6 og P03 hleðslurafhlöður  GP P6 rafhlaðan er í dag öflugasta P6 rafhlaðan á markaðnum. Lesið meira um hana í bæklingi  Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Panasonic Digital Xtreme

Frá Panasonic er svo væntanleg Panasonic Digital Xtreme rafhlaða í stærðinni ZR6. Með haustinu kemur svo gerð ZR03.Þessar rafhlöður eru ætlaðar í myndavélar, tölvur, leiktæki og fleira þar sem þörf er á mjög aukinni orku. Tæki og búnað sem þarf orku sem næst hratt og endist lengur. Þessar rafhlöður má alls ekki nota í venjuleg vasaljós. Sprengir peruna. Myndavél á t.d. að vera fljótari að gera sig tilbúna fyrir næstu mynd, sneggri í vinnslu, bjartara ljós og betri lýsing á skjá.  Frá GP er fáanleg DIGI 1 rafhlaðan sem er Nickel Zinc rafhlaða sem hefur þrisvar sinnum meiri endingu en venjuleg alkaline rafhlaða.  Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Lithíum batterí í vídeóvélar og stafrænar myndavélar

Frá GP Batteries má velja úr miklu úrvali af rafhlöðum (Lithíum) í vídeóvélar og stafrænar myndavélar. Á heimasíðu okkar eru listar yfir rafhlöður í ýmsar gerðir hvort sem það er Panasonic, Sony, Canon, Sharp, Hitachi, JVC, Konica, Fuji, Kodak, Minolta, Olympus, Casio,  Pentax, Rioch, Nikon eða Samsung en hér á eftir er listar Camcorder Li-ion og Digital Camera  yfir þær gerðir sem fá má frá GP Batteries. Eins er hér listi yfir rafhlöður í stafrænar myndavélar og vídeóvélar  með tilvísun. Svokallaður krosslisti sem auðvelt er að leita eftir hvort rafhlaða sé fáanleg í tiltekna vél. Finnið það og hringið í síma 5622130 eða sendið póst á sala@rafborg.is og fáið upplýsingar um hvor viðkomandi rafhlaða sé fáanleg. Stundum er sama  rafhlaðan í vídeóvel eða stafræna myndavél. Við höfum aðgang að svokölluðu innra neti hjá GP Batteries og getum þá leiðina fundið allra nýjustu upplýsingar um hvaða rafhlaða sé ætluð í einhverja ákveðna gerð.  Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Alkaline rafhlöðum

Frá GP Batteries bjóðum við nú að minnsta kosti eina gerð af Alkaline rafhlöðum svokallaða GP Super Alkaline gerð. Við eigum þessa gerð í blister pakkningum. Næsta sending af þessum rafhlöðum verður pakkað á annan hátt þ.e. t.d. verða LR 6 og LR 03 í 8 stk. pakkningum. LR20 og LR14 verða í pökkum. GP Ultra Alkaline verða áfram í venjulegum blister pakkningum. GP Ultra Alkaline eru orkumeiri rafhlöður og sérstaklega hugsaðar fyrir orkufrekan búnað sem notar alkaline rafhlöður. Ef eftirspurn er næg munum við taka þessar rafhlöður á lager hjá okkur.  Hér getið þið séð frétt úr Afton blaðinu um prófun á mismunandi gerðum alkaline rafhlaðna þar sem GP rafhlöður koma mjög vel út  Vinsamlegast látið okkur vita ef þið hafið áhuga á þeirri gerð rafhlaðna með því að senda okkur póst sala@rafborg.is eða hringja í síma 562 2130 Frá GP Batteries eru væntanlegar DIGI1 Nickel Zinc rafhlöður sem hafa mun meiri endingu en venjulegar alkaline rafhlöður eða allt að þrisvar sinnum lengri endingu. Hér er vörubæklingur yfir alkaline rafhlöður og upplýsingar um afköst yfir DIGI 1 rafhlöðuna . Eins eru frekari upplýsingar í almenna bæklingnum    Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Lækkað verð

Flest allar venjulegar og alkaline Panasonic rafhlöður hafa nú lækkað í verði . Verðlækkun er vegna gengislækkunar og lækkunar á spilliefnagjöldum. Allar aðrar gerðir rafhlaðna eiga að lækka í verði vegna lækkunar á spilliefnagjöldum. GP alkaline rafhlöðurhafa líka lækkað einnig í verði.   Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Úrval GP Batteries

Ekki má gleyma úrvalinu sem fá má frá GP Batteries af rafhlöðum fyrir leikföng og ýmsar tómstundarvörur. Í dag eru flestar sérrafhlöður fyrir slíkan búnað sérpantaðar hjá okkur en afgreiðslutími er yfirleitt stuttur. Skoðið úrvalið í bæklingi og hafið samband í síma 5622130 eða á netfangið sala@rafborg.is og leitið upplýsinga. Það er staðreynd og reynsla okkar að oft er verið að kasta krónunni og spara aurinn við val á hleðslurafhlöðum í t.d. leikfangabíla þegar ekki er valið það sem gefið er upp að nota eigi.  Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Verulegar nýjungar og breytingar

Verulegar nýjungar og breytingar eru væntanlegar á Panasonic rafhlöðum í Apríl eða um það leytið. Ný gerð af rafhlöðu Panasonic Digital Extreme sem er Oxyride rafhlaða kemur á markaðinn ætluð fyrir tæki og tól sem þurfa mikla orku eins og myndavélar, leikfangabílar o.þ.h. Fyrsta gertðin sem kemur er af AA stærð. Þessi rafhlaða verður mjög orkumikil og hefur tvisvar til þrisvar sinnum meiri endingu en aðrir framleiðendur geta boðið upp á.
Lesa meira

Super Bright Ennisljós

Þetta eru díóðuljós en sú tækni hitar ekki upp perurnar en það sparar orku og eykur endingu peranna. Endast yfir 100.000 klst.  Hægt er að hafa ljósið á enni, á belti eða utan um belti. Teygjubönd fylgja. Litir eru grænn, rauður og blár. Alkaline rafhlöður eiga að endast í um 150 klst við stöðugt ljós. Þyngd með rafhlöðum er 80 g. Ljós nær í um 35 m. en sést í um 3 km. fjarlægð. Þegar kveikt er á ljósinu með að þrýsta á rofa kviknar á hverri peru fyrir sig í röð. Þegar þrýst er aftur blikka perur en þegar þrýst er á í þriðja sinn er stöðugt ljós. Þegar þrýst er á í fjórða sinn slökknar á ljósinu. Ef nota á ljósið sem neyðarljós er rauða plasthimnan sett fyrir ljósið. Alltaf að taka rafhlöður úr ljósinu ef ekki á að nota það um tíma. Ekki setja það nálægt miklum hita. Ef vatn fer inn í það reynið að þurrka þó ekki með blásara og ekki í sólarljósi. Notið ekki gamlar rafhlöður með nýjum. Ef rafhlöður hafa lekið reynið að hreinsa ljósið með rennandi vatni og þurrkið.   Horfið aldrei í ljósið eða lýsið aldrei í augu annarra.   Verð kr. 995,00 m/VSK.    Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Ný tegund af Panasonic hleðslutæki

Erum búnar að fá nýja tegund af Panasonic hleðslutæki BQ-355. Þetta hleðslutæki hleður bæði Ni-Cd og Ni-Mh rafhlöður AA og AAA stærð. Tækið er ca. 4 klst. að hlaða  4stk. AA rafhlöður og ca. 2 klst. að hlaða 4 stk. AAA. Þetta tæki er alsjálfvirkt, með yfirhleðsluvörn.    Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is  
Lesa meira

Panasonic fréttir

Panasonic setur á markað nýja gerð Alkaline rafhlaðna sem nefnist  PowerMax3.  Panasonic sest enn í sæti brautryðjanda með þriðju kynslóð orkumikilla alkaline rafhlaðna. Nýja gerðin PowerMax3 sameinar nýja framleiðslutækni, meiri orkuforða, nýjar umbúðir og nýja stærðar- og gæðaflokkun. Meiri orka, meiri ánægja. Fyrir fimm árum varð Panasonic fyrstur framleiðanda á rafhlöðum til að skilgreina þörfina fyrir orkumeiri alkaline rafhlöður fyrir orkufrek raftæki með því að koma með á markaðinn Power Alkaline rafhlöður. Í dag kemur Panasonic fram með þriðju kynslóðina svonefnda PowerMax3 gerð, sérstaklega byggða fyrir orkufrek raftæki nútímans. Sem stærsti framleiðandi rafhlaðna er Panasonic í fararbroddi í framleiðslutækni. Með því að veita verulegu fjármagni í rannsóknir á Power alkaline rafhlöðum hefur orka í samanburði við forvera PowerMax3 verið aukin um allt að 93%*.
Lesa meira