Við eigum væntanleg um miðjan júní geymslubox fyrir rafhlöður. Við fáum tvær gerði annað aðeins fyrir 4 stk. AA eða AAA en
hin gerðin er stærri þar af leiðandi geymslumeiri fyrir fleiri gerðir.
Smá saman bætist við úrval okkar af blýsýrurafhlöðum (þurrgeymum). Við erum að endurbæta vefsíðu okkar svo við
biðjumst velvirðingar á að þið getið ratað inn á ófullgerðar síður.
Við erum komin með á lager Saft lithíum rafhlöður í nokkrum gerðum. Um all langt skeið höfum við boðið ýmsar gerðir og
stærðir af lithíum rafhlöðum venjulegum eða með pinnum og eða eyrum. Við höfum endurbætt upplýsingaaðgengi og hægt er að
skoða úrval hér í valmyndinni til vinstri undir sérrafhlöður.
Verulega hefur aukist sala í rafhlöðum í neyðarljós og liggjum við með helstu stærðir og gerðir. Við erum einnig með nýjar
gerðir af neyðarljósum á góðu verði og getum að auki sérpantað aðrar gerðir.
Vegna mikillar sölu hafa nokkrar gerðir rafhlaðna klárast hjá okkur. Úr því hefur verið bætt og eru m.a. rafhlöður eins og Panasonic
Infinium hleðslurafhlöður AAA og AA, CR2032 hnapparafhlöður, SR1130 úrarafhlöður komnar í verslun okkar á ný.