- Vefverslun
- Vörur
- Fyrirtækið
- Fréttir
- Tilboðsvörur
- Fróðleikur
Peli Products framleiða gífurlegt úrval ljósa í hæsta gæðaflokki. Flest allar gerðir eru vatnsheldar og hafa viðurkenningu sem sprengifríar eða neistafríar samkvæmt ATEX II 3. Áhersla er á Xenon ljós en þeir framleiða einnig Halogen og LED díóðuljós. Öll þessi ljós hafa sterkan og hnitmiðaðan ljósgeisla og það er notanda að ákveða hvaða gerð hentar honum best. Xenon og Halogen gefa frá sér hnitmiðaðan og langan beinan geisla. LED ljós hafa verið punktljós og ekki dregið mjög langt þ.e. með dreifðan geisla en fyrir nokkru kynnti Peli nýja tæknibyltingu RECOIL LED Technology. Hún felst í því að beina 1 Watt Lux LED ljósi aftur í spegil ljóssins sem við þekkjum frá vitaljósum. Spegilinn grípur 100% ljósið og speglar því áfram í formi hvíts öflugs ljósgeisla. LED díóðuljósin eru mun dýrari jafnvel allt að tvöfalt dýrari en á móti hafa LED díóður mun lengri endingu en Xenon eða Halogen perur. Hús ljósanna er úr mjög sterku plastefni ABS Resin, Xenoy og öðrum sérstökum plastefnum sem gerir þau mjög sterk gagnvart höggum, falli, spilliefnum og öðru sem eyðileggur flest ljós. Sérstakur einstefnuloki er á sumum gerðum til að hleypa út vetni frá rafhlöðum. Eins eru smákúlur við perur til að þurrka upp það vetni sem myndast inni í ljósunum. Nokkur ljós eru með sérstakt hylki utan um rafhlöðurnar til að koma í veg fyrir að rafhlöður séu settar á rangan hátt í ljósin og nokkrar gerðir eru með höggdeyfa til að verja rafhlöður. Flest ljósanna eru viðurkennd, öll auðvita CE en nokkur eru neista og sprengifrí og hafa ATEX skráningu. Hér að neðan er úrval þeirra ljósa sem er lagervara hjá okkur . |
|||||||||||||||||||||||
21180-1800 PeliLite. Óbrjótandi ABS polycarbonate hús. Xenon ljós. Meðfylgjandi snúra. Lengd 15,2 sm. Litir: Gult, svart. Vatnsvarið (Submersible). | |||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||
![]() |
321183-1830C-15C PEN LITE LED ljós. Óbrjótandi polycarbonate hús. Led ljós ATEX viðurkennig og hentar við hættulegar aðstæður. 3 AAAA rafhlöður. Lengd 15,7 sm. Ummál 1,5 sm. Litir: Grátt. Vatnsvarið. | ||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||
![]() |
321185-1900 LED ljós. Álhús. Seltuvarið ál. Díóðuljós og hentar við erfiðar aðstæður. 1 AAA rafhlaða sem fylgir. Rafhlöðuending 1 klst. Geislinn dregur 62 m. Þægilegur rofi í enda og með vasastálspennu. Lengd 9,1 sm. Litir: Svart. Vatnsvarið. | ||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||
321197-1900C MITYLITE. Vatnsvarið (Submersible). Óbrjótandi Xenoy efni. Ljósahólkur sem hægt er að fjarlægja. Púnktljós sem er 600% sterkari en venjuleg vasaljós. Meðfylgjandi: Vasaklemma, 90° sjóngler, lyklahringur og 2 AAA alkaline rafhlöður. Lengd 10.4 sm. Litir: Gult. Sjá. | |||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||
![]() |
321234-2340 MITYLITE. Vatnsvarið. Polypropylene og Xenoy plastefni. Xenon púnktaljós Vasaklemma. Xenon pera, 2 AA alkaline rafhlöður. Lengd 15,9 sm. Litir: Gult, (svart). Tilvalið í verkfærakassann. | ||||||||||||||||||||||
|