Lækkum heildsöluverðið á Panasonic rafhlöðum

Við höfum lækkað heildsöluverðið á nánast öllum Panasonic rafhlöðunum.
Nú eru þessar gæða rafhlöður enn samkeppnishæfari en áður. Sjá nánar flokkana hér fyrir neðan.

 

PANASONIC ZINC CARBON

Við höfum lækkað heildsöluverð á langflestum stærðum Panasonic Zinc Carbon rafhlaðna. Þetta eru ódýru rauðu rafhlöðurnar. Að meðaltali nemur lækkunin um 11%!

Zinc Carbon rafhlöður hafa langa sögu og eru mikið notaðar um allan heim. Þetta er einföld og áreiðanleg tækni sem veitir hagkvæman kraft í miðað við kostnað á klukkustund fyrir létta orkuþörf. Þökk sé breiðri vörulínu er alltaf til hentug rafhlaða fyrir þarfir þínar með frábært verð á móti gæðum. Panasonic Zinc Carbon eru gæða rafhlöður með mjög áreiðanlega uppsprettu orku fyrir tæki sem þurfa litla orku. Dæmigerð not eru fyrir klukkur og fjarstýringar. Ástæðan er að Zinc Carbor veitir minni orku en Alkaline rafhlöður. Þess vegna ættir þú að nota Panasonic Pro Power Alkaline rafhlöður fyrir tæki sem krefjast meiri orku eins og tannbursta, leikföng og leikjatölvur.

 

PANASONIC PRO POWER ALKALINE

Við lækkum heildsöluverð á öllum Panasonic Pro Power Alkaline rafhlöðunum. Að meðaltali nemur lækkunin nálægt 11%!


Panasonic Pro Power rafhlöðurnar bjóða upp á hágæða orku fyrir tækin þín. Þessar rafhlöður eru þróaðar til að veita áreiðanlega, örugga og langvarandi gæða orku, hvar sem er og hvenær sem er. Með fulla vörulínu er Pro Power rafhlaðan tilvalin fyrir meðal og mikla orkuþörf. Pro Power er fullkomin rafhlaða fyrir orkukrefjandi leikföng, eins og fjarstýrða bíla, vélmenni og önnur tæki með hreyfanlegum hlutum. Einnig duga útvörp, lyklaborð og vasaljós lengur með þessa kraftmiklu rafhlöðu. Ef þú ert að leita að langvarandi áreiðanlegri orku fyrir tækið þitt þá er Pro Power rétti kosturinn.

 

MYNDAVÉLARAFHLÖÐUR: PANASONIC LITHIUM POWER

Við lækkum heildsöluverð á öllum Panasonic Lithium rafhlöðunum. Að meðaltali nemur lækkunin nálægt 17,3%!