Fyrir páska fengum við inn sendingu af ýmsum gerðum af Panasonic rafhlöðum

Panasonic Evolta Alkaline rafhlöður
Panasonic Evolta Alkaline rafhlöður


Fyrir páska fengum við inn sendingu af ýmsum gerðum af Panasonic rafhlöðum. Vegna gengisfalls krónunnar hækkar verð nokkuð. Við munum fresta verðhækkunum en um mánaðarmót munu þær taka gildi. Til að milda hækkun munum við hækka verð um sem svarar krónutöluhækkun í innkaupi.

 

Evolta alkaline rafhlöður

 

Í þessari sendingu fengum við ýmsar stærri blister pakkningar af alkaline rafhlöðum sem hafa notið vinsælda og m.a. EVOLTA alkaline rafhlöður sem við höfum selt nokkuð af vegna lagerþurrðar af sömu stærð af ProPower rafhlöðum.

 

ProPower Alkaline rafhlöður

Kannski verður það til að auka enn frekar söluna í EVOLTA þegar menn komast að því hversu endingagóðar rafhlöður það eru.

Hafið endilega samband við okkur í síma 562-2130 eða sendið okkur tölvupóst á rafborg@oger.is ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum og viljið panta.