Eldtefjandi kassi fyrir hleðslutæki og rafhlöður

Eldtefjandi hleðslu- og geymslukassi fyrir litíumrafhlöður

Undanfarin misseri hafa ítrekað borist fréttir af því að bilun og gallar í endurhlaðanlegum rafhlöðum séu orsök eldsvoða sem oftast valda miklum harmleik og gríðarlegu eignatjóni.  Rafborg og Eldvarnamiðstöðinn hafa það að leiðarljósi að tryggja öryggi fólks á heimilum og á vinnustöðum og hafa því tekið í sölu öflugan öryggiskassa fyrir hleðslu á rafhlöðum.

RACLAN hleðslukassinn er sérhannaður hleðslu- og flutningskassi fyrir litíumrafhlöður sem uppfyllir ströngustu öryggiskröfur og -staðla og er prófaður og vottaður af DMT (TÜV NORD). Skel kassans er gerð úr eldþolnum efnum sem gera hann einstaklega öruggan og sprengiheldan og kassann má nota í lokuðum rýmum því hann inniheldur engin hættuleg efni.

Kassinn er með innbyggðum, þrýstingslausum slökkvi- og kælibúnað  sem virkjast sjálfkrafa ef ofhitnun eða bilun verður í rafhlöðum; viðvörunarbúnaður fer þá í gang með sjón- og hljóðmerkjum. Hleðslukassinn frá RACLAN er auk þess útbúinn varaaflgjafa svo rafeindabúnaður geti fylgst með og tryggt öryggi rafhlaðanna ef rafmagnið slær út.

RACLAN hleðslukassinn er nýstárleg og sjálfbær lausn fyrir fyrirtækiog einstaklinga sem þurfa að hlaða, flytja eða geyma litíumrafhlöður á öruggan hátt. 

 kassi
 

Hafðu samband við okkur í síma: 568 4800  

rafborg logo