Ný sending af blýsýrurafhlöðum

Blýsýrur
Blýsýrur


Vorum að taka inn á lager sendingu af blýsýrurafhlöðum af Panasonic og Fiamm gerðum frá birgja okkar. Því miður verðum við að hækka verð á þessum gerðum vegna erlendra verðhækkana.

 

Blýsýrurafhlöðurnar okkar eru framleiddar af virtum framleiðendum og við eigum þær í miklu úrvali.

ACTec
Panasonic er stærsti framleiðandi blýsýru rafhlaðna heims. Þeirri stöðu hefur Panasonic náð án þess að skerða gæði. Panasonic leggur mikla áherslu á atriði eins og notkunartíma, líftíma, áreiðanleika og gæði. Panasonic blýsýrurafhlöðurnar eru taldar þær bestu.

Fiamm logo
FIAMM er gamalgróið fyrirtæki í rafgeymaframleiðslu og viðurkennt merki fyrir hágæða vöru á sanngjörnu verði. Sérstaklega er FIAMM vel þekkt innan öryggisiðnaðarins. Við bjóðum upp á helstu gerðir FIAMM blýsýrugeyma.


BIGBAT
blýsýrurafhlöður eru vel þekktar og þær eru seldar um allan heim. Við höfum mjög góða reynslu af þessum rafhlöðum og bjóðum upp á gott úrval af þeim á mjög góðu verði.

Býsýrurafhlöðurnar eru sérhannaðar til þess að standast stöðugt álag og jafnan straum. Blýsýrurafhlöður nýtast betur ef þær eru hannaðar til að vinna undir sérstakri tegund álags.

Þær eru aðallega notaðar í neyðarljós, varaaflgjafa, viðvörunarkerfi og ýmis tæki svo sem sjálfvirkar ryksugur.

Við sérútbúum einnig aðrar stærðir af vararafhlöðum, í ýmis tæki og tól, þá sérstaklega vararafhlöður í neyðarljós.

Hafið samband fyrir meiri upplýsingar í síma 562-2130 og með tölvupósti á rafborg@oger.is

 

Blýsýrurafhlöður