Meðferð Blýsýrurafhlaðna


UPPLÝSINGAR UM MEÐFERÐ BLÝSÝRU HLEÐSLURAFHLAÐA LCR OFL.

Notkunarsvið: Síendurtekin hleðsla.

Almennir notendur: Upptökutæki, sjónvörp, plötuspilarar, segulbandstæki, ryksugur ofl.

Samskiptatæki: Símar og móttökutæki.

Skrifstofubúnaður: Reiknivélar, tölvur, prentarar og ritvélar.

Verkfæri og vélar: Garðyrkjutæki, borvélar, skrúfjárn, sagir og vélræsibúnaður.

Tæki: Rafeindabúnaður og mælitæki.

Myndatökubúnaður: Myndavélaljós og kvikmyndatökuljós.

Leikföng og tómstundir: Ljós, ýmsis tæki vélknúin og fjarskiptastýribúnaður.

Notkunarsvið: Stöðug hleðsla.

Neyðarbúnaður: Ljós, þjófavarnarkerfi, samskiptabúnaður og brunalokur.

Varabúnaður: UPS búnaður, skráningarbúnaður og tölvubúnaður.

Tæki og lækningabúnaður: Rafeindabúnaður og mælitæki.

Þær blýsýrurafhlöður sem við bjóðum eru einstaklega vandaðar og vel samsettar gagnvart leka. Þær má hafa í hvaða stöðu sem er en ekki má hlaða þær á hvolfi.

Hlaða skal rafhlöðuna strax í byrjun. Rétt spenna, stöðug hleðsla og réttur hleðslutími eru miklivægustu atriðin. Best er að halda rafhlöðunni ávallt fullhlaðinni. Ef hún tæmist algjörlega er ill mögulegt eða ómögulegt að ná hleðslu inn á hana aftur. Blýsýrurafhlöður hafa þó mikla hæfni að ná hleðslu á ný.

Rafhlöðurnar eru viðhaldsfríar og óþarfi að fylgjast með raflausn eða bæta vatni á þær. Yfirhleðsla (stöðug eða oft) skemmir rafhlöðuna. Við það sundrast vatnið og myndar lofttegundir sem fara um öryggisloka. M.a. þess vegna má ekki hafa rafhlöðurnar í lokuðu rými.

Meðalendingartími hleðslurafhlöðu, miðað við rétta meðferð, er þrjú til fimm ár. Líftími fer m.a. eftir því hversu nærri rafhlöðunni er gengið við notkun hverju sinni.

Geymslutími lengist með lækkuðu hitastigi. Geymsla við lágt rakastig, lágt hitastig (að -15°C), á þrifalegum stað og forðist sólarljós.

Ef geyma á rafhlöðuna einhvern tíma er ráðlagt að hlaða hana öðru hvoru og fer það eftir geymsluhitastigi hve oft. Við 20°C á 12 mánaða fresti, við 20°C til 30°C á 6 mánaða fresti og við hærra hitastig oftar.

Eftir langa geymslu og við fyrstu hleðslu gefur rafhlaðan ekki fulla orku en það eykst eftir 3 til 5 hleðslur.

Góð venja er að skrifa á límmiða kaupdag rafhlöðunnar og líma á rafhlöðuna. Þannig má fylgjast með endingartíma. Tíminn er fljótur að líða. Skilaréttur á gallaðri rafhlöðu er 30 dagar og gegn framvísun reiknings.

Við bjóðum ýmsar gerðir af rafhlöðum þ.e. venjulegar rafhlöður, alkaline rafhlöður, hleðslurafhlöður, ýmsar símarafhlöður og handljós.

Rafhlöður í margs konar tæki. Ef ekki til þá pöntum við.

 

....Panasonic, BigBat, Fiamm, Yousa, PaqPower, MultiPower....