VARAAFL

Big Bat
Big Bat


Rafhlöðurnar eru viðhaldsfríar og óþarfi að fylgjast með raflausn eða bæta vatni á þær. Yfirhleðsla (stöðug eða oft) skemmir rafhlöðuna. Við það sundrast vatnið og myndar lofttegundir sem fara um öryggisloka. M.a. þess vegna má ekki hafa rafhlöðurnar í lokuðu rými.

Meðalendingartími hleðslurafhlöðu, miðað við rétta meðferð, er þrjú til fimm ár. Líftími fer m.a. eftir því hversu nærri rafhlöðunni er gengið við notkun hverju sinni.

Geymslutími lengist með lækkuðu hitastigi. Geymsla við lágt rakastig, lágt hitastig (að -15°C), á þrifalegum stað og forðist sólarljós.

Ef geyma á rafhlöðuna einhvern tíma er ráðlagt að hlaða hana öðru hvoru og fer það eftir geymsluhitastigi hve oft. Við 20°C á 12 mánaða fresti, við 20°C til 30°C á 6 mánaða fresti og við hærra hitastig oftar.

Big Bat

 Erum með mikið úrval af BIG BAT Blýsýrurafgeymum 6 og 12V

Blýsýrurafhlöður henta vel sem varaafl t.d. í öryggisbúnað sem tekur við ef rafmagn slær út.

Þessi geymar þola hitabreyting frá -20 uppí +50°C  

 

Big bat eru  á hagstæðu verði.

BIG BAT

 

logo