Team Rynkeby afhenti SKB 16,6 millj­ón­ir króna

Team Rynkeby 2018
Team Rynkeby 2018


Á laugardag var afhent söfnunarfé til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna sem Team Rynkeby safnaði með 1300 km hjólaferð frá Kolding í Danmörku til Parísar. Við vorum þáttakendur og styrktaraðilar.

Frá afhendingunni í Smáralind í gær.

 

Hjóla­hóp­ur­inn Team Rynke­by á Íslandi af­henti í gær Styrkt­ar­fé­lagi krabba­meins­sjúkra barna 16.612.744 krón­ur sem söfnuðust þegar hóp­ur­inn tók þátt í samn­or­rænu góðgerðar­verk­efni í sum­ar með því að hjóla frá Kolding í Danmörku til Par­ís­ar.

Rósa Guðbjarts­dótt­ir tók við styrkn­um fyr­ir hönd Styrkt­ar­fé­lags krabba­meins­sjúkra barna.

Íslenska Rynke­by-liðið hef­ur tví­veg­is tekið þátt en verk­efnið er samn­or­rænt góðgerðar­verk­efni. Hjól­reiðalið hjóla rúm­lega 1.300 kíló­metra og safna styrkj­um fyr­ir krabba­meins­sjúk börn.

Fréttin er tekin af síðu Mbl.is