Smíðum rafhlöðupakka í ýmsum stærðum og gerðum.

Rafhlöðusmiðjan
Rafhlöðusmiðjan


Við erum með sérfræðing þrjá daga í viku við smíðar á alls konar rafhlöðupökkum í ýmsan búnað, tæki og tól. Helstu gerðir rafhlaðna eru Ni-Mh og Lithíum sem notaðar eru. Einnig höfum við smíðað pakka með Alkaline rafhlöðum í sérstök verkefni.  Hér má lesa sig til um þann búnað sem við notum og helstu gerðir sem við getum útbúið. Í mörgum tilfellum er þetta eina leiðin til að endurnýja rafhlöðupakka og það eru margir fastir viðskiptavinir sem leita til okkar eftir lausnum. Við látum fylgja með mynd af verkefni þessa dags.

Rafhlöður

 

Þau eru mörg ólík og sérstök verkefnin en sakar ekki að hafa samband og kanna hvort við getum aðstoðað. Hafið endilega samband við okkur í síma 562-2130 eða sendið okkur tölvupóst á rafborg@oger.is ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum. Svo erum við líka á Facebook.

Rafborg sérhæfir sig í rafhlöðum og er með eitt mesta fáanlega úrval af rafhlöðum. Almennar rafhlöður, hleðslurafhlöður, hleðslutæki,  hleðslupakkar  og margar fleiri gerðir. Útbúum og smíðum rafhlöðupakka.