Nýjar gerðir af verkfærarafhlöðum komnar

Verkfærarafhlöður
Verkfærarafhlöður

Nýjar gerðir af verkfærarafhlöðum komnar. Við höfum aukið við úrvalið af litíum gerðum.

Við höfum bætt við úrval okkar af verkfærarafhlöðum aðallega litíum rafhlöðum. Við vorum fyrir með nokkuð úrval af litíum verkfærarafhlöðum en eftirspurn er eftir fleiri gerðum.

Þessar gerðir eru flestar þannig að þeim er smellt við verkfærin. Birgi okkar notar aðallega og eingöngu í þessar gerðir Samsung rafhlöður.

Gerðirnar eru Dewalt 14.4V og 18V, Makita 14,4V og 18V, Milwaukee 18V og 28V, AEG 18V, Bosch 14,4V og 18V, Hitachi 18V, Metabo 14,4V og 18V.

Eins nokkrar gerðir af hleðslutækjum fyrir Makita og Bosch. Nánari upplýsingar fást í versluninni og hér er listi yfir þær gerðir af rafhlöðum og hleðslutækjum sem við vorum að fá inn á lager.

Hér má sjá lista yfir allar þá verkfærarafhlöðupakka sem við erum að jafnaði með á lager. Skoðið úrvalið.

Við eigum eftir að setja þessar nýju rafhlöður inn á lagerlistann okkar.

Leiðbeiningar um meðferð og notkun.

Verkfærarafhlöður