Endingarbestu PANASONIC rafhlöðurnar - EVOLTA

Eins og þeir vita sem þekkja til rafhlaðna er ekki sama rafhlaða og rafhlaða. Rafhlöður eru framleiddar til mismunandi nota og því er það áríðandi að notandinn þekki og viti hvernig rafhlöðu þarf í hverju tilfelli. Sum tæki draga hratt til sín orku en önnur hægar og er því oftast upplýsingar á rafhlöðuspjöldunum í hvaða tæki og búnað hver gerð hentar. Stundum er alveg óþarft að kaupa dýrustu gerðina þar sem hægt er að nota þær ódýrari og svo er nauðsynlegt að kaupa þær öflugri í öðrum tilfellum.

EVOLTA

Fyrir orkufrek tæki þurfum við endingargóðar rafhlöður. PANASONIC EVOLTA bjóða upp á ofur góða endingu fyrir erfiðar og krefjandi aðstæður.

Lesið nánar um EVOLTA rafhlöðurnar hér: https://www.rafborg.is/is/vorur/rafhlodur/almennar-rafhlodur/panasonic/evoia-evolta-rafhlodur

Í vefversluninni er hægt að panta og fá upplýsingar um verð.

Rafborg sérhæfir sig í rafhlöðum og er með eitt mesta fáanlega úrval af rafhlöðum. Almennar rafhlöður, hleðslurafhlöður, hleðslutæki,  hleðslupakkar  og margar fleiri gerðir. Útbúum og smíðum rafhlöðupakka.