Breytingar á verði og sala á blisterpakkningum

Panasonic rafhlöður
Panasonic rafhlöður


Breytingar á verði og sala á blisterpakkningum þar sem í eru fleiri en ein rafhlaða. Um áramótin að ósk viðskiptavina hættum við að selja rafhlöður eftir stykkjaverði í blister pakkningum. Verðið okkar er í dag miðaða við fjölda rafhlaðna í pakkningu. Reikningar sýna þá fjölda blisterpakkninga og verðið pr. blisterpakkningu hvort sem í eru 2 stk., 4 stk., 6 stk., eða fleiri.

Panasonic rafhlöður

Við vonum að geta með þessari breytingu orðið við óskum viðskiptavina okkar. Ekki verður vandamál að fá hjá okkur verðlista þar sem bæði má sjá verð pr. blisterpakkningu og verð pr.stk. eins og áður.

Öll verð hafa verið lækkuð til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti. Bróðurpartur rafhlaðna ber ekki vörugjöld nema blýsýrurafhlöður. Sem stendur er lager okkar stór af þeim rafhlöðum en um leið og nýjar sendingar koma inn munum við lækka verð.