Eneloop Panasonic hleðslurafhlöður

 

ENELOOP PANASONIC HLEÐSLURAFHLÖÐUR

eneloop Ni-Mh er ein besta hleðslurafhlaðan sem býðst á markaðinum í dag.

eneloop rafhlöður eru sérstaklega vistvænar þar sem þær eru forhlaðnar með sólarorku og endurvinnanlegar.

eneloop kemur forhlaðin og tilbúin til notkunar.

Hægt að hlaða- og afhlaða rafhlöðuna allt að 2100 sinnum. eneloop heldur 90% af hleðslunni eftir eitt ár í geymslu og allt að 70% eftir 10 ár. Þannig að eftir mörg ár í geymslu heldur hún hleðslunni. Margar aðrar rafhlöður tapa hleðslu eftir stuttan tíma í geymslu. eneloop er því góður kostur í tæki sem nota litla orku í langan tíma eins og t.d. fjarstýringar.

Einn af megin kostum eneloop er há spennustaða. Það slökknar á mörgum tækjum ef spennan er lægri en 1.1 Volt. eneloop heldur þessu spennustigi í langan tíma og fer aðeins undir þessi mörk rétt áður en rafhlaðan tæmist. Þetta gerir það að verkum að t.d. flass myndavélar er tilbúið fyrir næstu mynd fyrr en ef notaðar eru flestar aðrar hleðslurafhlöður og mun fyrr en ef notaðar eru venjulegar alkaline rafhlöður.

eneloop hefur yfirburða afköst við 0°C og er jafnvel hægt að nota í allt að -20°C. Stendur sig betur en flestar hleðslurafhlöður við þessar aðstæður.

Hægt að hlaða allar eneloop rafhlöður í venjulegu hleðslutæki sem hleður Ni-Mh rafhlöður. Mælum að sjálfsögðu með eneloop hleðslutækjum.

Þegar skipt er yfir í eneloop hleðslurafhlöður er ekki bara um peningasparnað að ræða heldur dregur einnig úr úrgangi sem er þannig framlag eneloop til umhverfismála og framtíðarheilsu heimsins.

eneloop úrvalið hjá okkur