Olíuofnar

Eigum ennþá til kveiki í ýmsar gerðir ofna eins og t.d. National, Aladdin, Fujika, Hitatchi, Kerosun, Sanyo ofl. ofl.

 Íslenskar almennar leiðbeiningar fylgja ofnunum.


 KERO-SUN Olíuofn Radiant 40

  • Brennsla er 10.000 BTU/Klst. eða 3Kw.        
  • Burðargeta tanks er 4,7 l.
  • Brennslutími er 16 - 24 klst.*
  • Stærð í sm. er 59B - 30D - 44 H
  • Þyngd er 12 kg.

 

Kveikur með búnaði til að lengja líftíma. Kveikjurofi notar 2 rafhlöður, "D" tegund. Kero-Sun Radiant 40 ofninn er hannaður til notkunar með gæða steinolíu eingöngu. Ef notuð er gæðaminni steinolía þá minnka afköst ofnsins sem veldur lágum bruna og skapar óþægilega lykt. Kaupið því eingöngu 1-K steinolíu í ílátum eingöngu ætluðum undir steinolíu og merkt samkvæmt því. Geymið steinolíuna ávallt á stað þar sem ekki er geymt bensín fyrir önnur tæki, og forðist þar með þau alvarlegu mistök að nota bensín í stað steinolíu á ofninn. Sjá frekari upplýsingar.

* Ræðst af stillingu kveiks, ásigkomulagi, gæði olíu og hitastigi.

Vara ekki til á lager og ekki væntanleg.

Olíuofninn er ljósbrúnn að lit með krómaða grind fyrir brennsluhólfi. Olíutankur er á hlið og er hægt að fjarlægja hann til að fylla á ofninn án þess að að færa ofninn úr stað. Olíumælir er framan á ofninum og í olíuinntaki er hreinsibúnaður sem dregur úr ryki og vatni úr olíu. Með fylgir sogbúnaður til notkunar þegar sjúga þarf olíu úr brúsa til áfyllingar eða losunar. Brennsla er 10.000BTU/Klst. eða um 3Kw. Ofninn hentar fyrir húsnæði um 39 til 46 m2. Við staðsetningu skal gæta þess að fara eftir leiðbeiningum en lámarksfjarlægð frá einhverjum hlut, húsgagni eða vegg skal vera lengri en 30 sm. Á ofninum er stillihnappur fyrir afköst og er sami hnappur notaður við að slökkva á ofninum. Í sama hnappi er búnaður sem gætir þess að kveikurinn nýtist sem best. Við uppkveikjun er þrýst á kveikjuhnapp sem er rafhlöðuknúinn. Ef slökkva þarf skjótt á ofninum er til þess sérstakur rofi svonefndur handvirkur slökkvirofi. Ofninn slekkur sjálfur á sér ef hann verður fyrir höggum eða hristingi. Handfang er á hitahólfi til stillingar. Íslenskar leiðbeiningar þar sem fram koma allar upplýsingar um notkun og viðhald.


 TOYOSTOVE Olíuofn CORONA SX-2E

  • Brennsla er 10.600 BTU/Klst. eða 3,2Kw.
  • Burðargeta tanks er ca. 4 l.
  • Brennslutími er 12 klst.*
  • Stærð í sm. er 55B - 30D - 47H
  • Þyngd er 13 kg

Kveikur með búnaði til að lengja líftíma. Sérstök vifta sem eykur hitaútstreymi. Hún er gerð fyrir 120V/60Hz svo til að nýta hana verður að verða með straum og riðbreytir. Kveikjurofi notar 2 rafhlöður, "D" tegund. Radiant RF 1140 ofninn er hannaður til notkunar með gæða steinolíu eingöngu. Ef notuð er gæðaminni steinolía þá minnka afköst ofnsins sem veldur lágum bruna og skapar óþægilega lykt. Kaupið því eingöngu 1-K steinolíu í ílátum eingöngu ætluðum undir steinolíu og merkt samkvæmt því. Geymið steinolíuna ávallt á stað þar sem ekki er geymt bensín fyrir önnur tæki, og forðist þar með þau alvarlegu mistök að nota bensín í stað steinolíu á ofninn.

* Ræðst af stillingu kveiks, ásigkomulagi, gæði olíu og hitastigi.

Vara ekki til á lager og ekki væntanleg.

Olíutankur er á hlið og er hægt að fjarlægja hann til að fylla á ofninn án þess að að færa ofninn úr stað. Olíumælir er framan á ofninum og í olíuinntaki er hreinsibúnaður sem dregur úr ryki og vatni úr olíu. Með fylgir sogbúnaður til notkunar þegar sjúga þarf olíu úr brúsa til áfyllingar eða losunar. Brennsla er 10.600BTU/Klst. eða um 3,2Kw. Ofninn hentar fyrir húsnæði um 38 til 40m2. Við staðsetningu skal gæta þess að fara eftir leiðbeiningum en lámarksfjarlægð frá einhverjum hlut, húsgagni eða vegg skal vera lengri en 30 sm. Á ofninum er stillihnappur fyrir afköst og er sami hnappur notaður við að slökkva á ofninum. Í sama hnappi er búnaður sem gætir þess að kveikurinn nýtist sem best. Við uppkveikjun er þrýst á kveikjuhnapp sem er rafhlöðuknúinn. Ef slökkva þarf skjótt á ofninum er til þess sérstakur rofi svonefndur handvirkur slökkvirofi. Ofninn slekkur sjálfur á sér ef hann verður fyrir höggum eða hristingi. Handfang er á hitahólfi til stillingar. Íslenskar leiðbeiningar þar sem fram koma allar upplýsingar um notkun og viðhald.


 Mannings MSI Wicks and Heaters