UPPLÝSINGAR UM MEÐFERÐ SÍMARAFHLAÐA.

Í byrjun skal hlaða rafhlöðuna í 24 klst., óháð því þó síminn gefi til kynna að rafhlaðan sé fullhlaðin.

Meðalendingartími símarafhlöðu, miðað við rétta meðferð, er eitt til þrjú ár.

Símarafhlöður eru aðallega af þremur gerðum, svo nefndar nikkelkadmíum (Ni-Cd) rafhlöður, nikkelmálmhýdrið (Ni-Mh) rafhlöður eða blýsýrurafhlöður (Lead Acid).

Nikkelkadmíum rafhlöður þarf að afhlaða og hlaða, en blýsýrurafhlöðum skal ávallt halda fullhlöðnum. Nikkel málmhýdrið rafhlöður skal einnig afhlaða og hlaða en þær eru þó flestar ekki eins viðkvæmar fyrir minnisáhrifum eins og Nikkelkadmíum rafhlöður. Þær eru einnig orkumeiri og tekur lengri tíma að hlaða þær. Umgangist Ni-Mh rafhlöður á sama hátt og Ni-Cd rafhlöður.

Til þess að ná hámarksnýtingu úr nikkelkadmíum rafhlöðunni, skal aðeins hlaða rafhlöðuna, þegar hún er tóm eða alveg að verða tóm. Margir hafa rafhlöðuna stöðugt í hleðslu, en það skemmir rafhlöðuna. Aðeins að hlaða rafhlöðuna, þegar þörf er á.

Það er mikilvægt að afhlaða nikkelkadmíumrafhlöðuna öðru hverju, til þess að hún nái fullri hleðslu að nýju.

Ef um er að ræða blýsýrurafhlöðu (Lead Acid), skal ávallt halda henni fullhlaðinni. Ef hún tæmist algjörlega er ill mögulegt eða ómögulegt að ná hleðslu inn á hana aftur.

Ef setja á símann í geymslu um einhvern tíma, skal geyma rafhlöðuna í símanum, en ekki í hleðslu. Of löng geymsla eða ef rafhlaða er gömul, þegar hún er sett í geymslu getur eyðilagt hana.

Góð venja er að skrifa á límmiða kaupdag rafhlöðunnar og líma á rafhlöðuna. Þannig má fylgjast með endingartíma. Tíminn er fljótur að líða. Skilaréttur á gallaðri rafhlöðu er 30 dagar og gegn framvísun reiknings.

Við bjóðum ýmsar gerðir af rafhlöðum m.a. PANASONIC venjulegar rafhlöður, PANASONIC alkaline rafhlöður, PANASONIC hleðslurafhlöður og PANASONIC handljós.

Rafhlöður í margs konar tæki. Ef ekki til þá pöntum við.